Ég vil nú ekki kalla þetta einelti eins og einhver gerði – það er að gera því of hátt undir höfði – frekar er þetta skringilegt.
Og ég er svona heldur á því að svara þessu ekki – án þess að það sé nein regla hjá mér. Það væri líka of stórt orð.
En þetta er dálítið undarlegt, eins og sjá má með því að smella hérna.
Stundum langar mig pínulítið að vita hver skrifar þetta því allt er það nafnlaust – en svo er ég ekki viss um að mig langi það.