fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Loks sammála

Egill Helgason
Laugardaginn 22. maí 2010 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hallgrímur Helgason og Agnes Bragadóttir eru ekki sammála um margt, að minnsta kosti hafa þau ekki verið saman í liði hingað til.

En í dag eru þau sammála um að Besti flokkurinn sé ómögulegur. Hallgrímur sagði í Vikulokunum í útvarpinu:

„Þetta er fólk sem þagði allan góðæristímann og var hvergi sjáanlegt í búsáhaldabyltingunni. Þetta framboð er bara skrum, svipað og á Ítalíu þegar Berlusconi kom fram, það þótti fyndið fyrst. Málið er bara að grínið er ekkert fyndið lengur þegar það er komið í meirihluta. Þjóðin á eftir að enda með miklu meiri þynnku ef hún ætlar að kjósa þetta yfir sig.“

Og Agnes segir í grein í Morgunblaðinu:

„Það setur að mér óþægilegan aulahroll, þegar ég hugsa til þess, nú viku fyrir kosningar, að ekkert bendir til annars en Jón Gnarr og Besti flokkurinn ætli að halda framboði sínu til streitu. Samt sem áður vona ég að hinir ágætu grínistar sem fara fyrir framboði Besta flokksins muni sjá að sér. Þetta var fínn brandari og áreiðanlega þörf áminning fyrir þau sem hafa tekið að sér að reka okkar ágætu borg. En nú ætti brandaranum að ljúka, eða hvernig halda þau Jón Gnarr og félagar að þau haldi út næstu fjögur ár, að vera í alvörurekstri, með mörg þúsund manns í vinnu og veltu upp á tugi milljarða króna á ári, taka erfiðar ákvarðanir og óvinsælar og komast ekki upp með að svara út og suður, eins og hefur verið einkenni þessa grínframboðs hingað til?“

Það er hugsanlegt að málflutningur Hallgríms og Agnesar gæti virkað öfugt – ég nefndi um daginn dæmi um menn sem vöruðu á sínum tíma við kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar.

Ingvi Hrafn er hins vegar ósammála og hyggst nú stökkva á vagninn hjá Besta flokknum.

Það gæti svo virkað þveröfugt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu