fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Badabing: Jón Gnarr verður drepinn

Egill Helgason
Laugardaginn 22. maí 2010 12:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er pistill Þórarins Þórarinssonar af Badabing. Vefþjónninn hjá Badabing liggur niðri og því birti ég pistilinn hér með góðfúslegu leyfi.

— — —

Jón Gnarr verður drepinn!

Ég hef allt mitt líf gefið skít í íslenska pólitík. Vegna þess að ég veit að hún er viðbjóðslegt plat. Þetta lærði ég strax sem barn þegar ég sat við fótskör afa míns (sem var innsti koppur í Framsóknarbúrinu) og hlustaði á öll símtölin og plottin og komst að því (sem ég skil ekki ennþá) að óvinir þínir í pólitík eru samflokksmenn þínir og hinir raunverulegu vinir eru pólitísku andstæðingarnir.

Þetta eitt gerir auðvitað út um leikinn og sýnir hversu mikið bull þetta er. Þetta er líka aðalástæðan fyrir því að ég gleðst óendanlega yfir fylgi Besta flokksins í borginni. Nú get ég líka skundað kátur á kjörstað án þess að þurfa að skila auðu. Mér er alveg sama um málefnafátækt Besta flokksins og finnst sumir á lista hans í besta falli óþolandi (Einar Örn, anyone?). Mér finnst brandarinn ekki einu sinni fyndinn en hins vegar finnst mér viðbrögð atvinnupólitíkusana ógeðslega skemmtileg. Með þessari kollektívu taugaveiklun sinni segir þetta lið allt sem það þarf að segja mér og öðrum um sjálft sig.

Heimurinn og borgin munu ekki farast þótt Jón Gnarr og co verði stoned á berserkjasveppum í borgarstjórn næstu árin enda eru síðustu fjögur ár búin að vera svo súrrealísk að góður Fóstbræðraskets gæti ekki toppað ruglið í atvinnufólkinu sem er að eigin mati best til þess fallið að passa upp á okkur.

Framboð X-Æ er jafn tímabært reality check og sjálft hrunið. Mér er þvert um geð að nota orð eins og “fjórflokkurinn” og “stjórnmálastéttin” aðallega vegna þess að sjúklingarnir á Útvarpi Sögu hafa gert þau að sínum en því miður á ekkert af þessu pakki sem fyllir flokka sjálfstæðis, framsóknar, samfylkingar og vinstrigrænna neitt annað skilið en að hanga áhrifalaust á hliðarlínunni.

Um Sjálfstæðisflokkinn þarf ég ekki að tjá mig. Og ekki Framsókn heldur. Hér eru átta ár af bloggfærslum þar sem má fletta upp rökréttum viðbjóði mínum á þeim flokkum. Samfylkinguna nenni ég varla að eyða orðum á. Þetta er ekki flokkur heldur ósamstæð hjörð tækifærissinna sem hafa í tíu ár grundvallað tilveru sína á óstjórnlegum valdaþorsta og þrá eftir því að komast í spillinguna. Að verða eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Eiginlega er þetta fyrirlitlegasta stjórnmálaaflið á Íslandi að Sjálfstæðisflokki og Framsókn meðtöldum. VG eru svo bara svo mislukkaðir vitleysingar að mann langar mest til þess að hætta að vera vinstri maður þegar maður horfir upp á þessi helvítis fífl með öll sín boð og bönn og forræðishyggju sem láta Gunnar í Krossinum líta út eins og umbótasinna.

Góða og heilbrigða fólkið í VG grenjar samt hæst undan því núna að Jón Gnarr sé að taka frá þeim fylgi. Þetta er lygi. Í besta falli sjúk sjálfsblekking enda er fylgishrun VG of stórt til þess að kenna Besta flokknum um. Þessi flokkur sér alveg um að flysja fylgið af sér sjálfur. Auðvitað nennir engin hugsandi manneskja í gjaldþrota landi að fylgja þessum bjánum sem beinlínis hata atvinnusköpun og hagnað.

Ég hef hingað til skilgreint mig sem kommúnista og vinstri mann vegna þess einfaldlega að ég má ekkert aumt sjá og flokka mig sem mannvin þótt mér bjóði við fólki. En þegar betur er að gáð hatar enginn flokkur fólk jafnheitt og VG enda gengur allt hans brölt út á að gera alla eins. Staðla allt með fjölmiðlastofu, kynjagleraugum og einhverju súrrandi geðveiku bulli sem jafnast á við það hvernig Biblían hefur þvingað fólk til þess að verða að Satanistum. Þeir sem fara með boðum og bönnum gegn mannlegu eðli eru dæmdir til að tapa. Sorrí Stína. Þið tottið hráan fisk.

Prófessjónal pólitíkusarnir telja sig samt geta afsakað vinsældir Besta flokksins með hruninu. Gott og vel. Vissulega þurfti hrun til þess að fólk fattaði að þið eruð fyrir neðan allar hellur. Og það trúir því enginn yfir 88 í IQ að Hanna Birna ætli að breyta íslenskum stjórnmálum. Undan þessu væla samt Vinstri grænir mest þar sem þeir eru saklausir af hruninu. Það er alveg rétt en þetta snýst ekki lengur um hrunið. Heldur eftirleikinn og þar eru VG ekki barnanna best. Kannski frekar verst.

Sitja í næst verstu ríkisstjórn Íslandssögunnar, fíla pukur og leyndó í tættlur, geta ekki sameinast um nokkurn skapaðan hlut og eru bara beinlínis down right boring. Hrúga sínu pakki á alla garða sem þeir finna eins og sjálfstæðismenn væru og hafa afhjúpað sig sem nákvæmlega sama sérhagsmunagæslu skítapakkið og höfuðóvinirnir. Þess vegna eruð þið líka að fá fingurinn núna elskurnar mínar. Og þið eigið fullkomlega inni fyrir þessu.

Nýjasta útspil fúlu og grömu vinstri mannanna, sem eru auðvitað fulltrúar alls hins góða og heilbrigða í lífinu (je ræt), er að Jón Gnarr sé samsærismaður íhaldsins. Sennilega fjármagnaður af Gísla Marteini og Gulla Þór til þess að halda völdum í borginni. Trúiði þessu sjálf, eða?

Sé þetta tilfellið þá mun nefnilega réttlætið ná í skottið á Gnarr eins og það er núna að bíta í hælana á ykkur sjálfum. Ef Jón Gnarr verður uppvís að því að loknum kosningum að vera handbendi íhaldsins þá verður hann jafn útlægur ger og útrásarvíkingur á sekúndubroti. Og hann kemst ekki einu sinni til London. Ég get lofað ykkur því, lúserarnir mínir, að ég, Heiða B. Heiðars og fleiri munum draga þennan mann nauðugan út af heimili hans og rífa hann í sundur, bókstaflega, ef hann er sell out.

En fyrst ætlum við að tæta ykkur hin í sundur fyrir sömu sakir með því að kjósa hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu