fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Afleit stjórnsýsla

Egill Helgason
Mánudaginn 12. apríl 2010 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt af því sem sker í augu varðandi skýrslu rannsóknarnefndar er hversu stjórnsýslan hér virðist hafa verið léleg.

Skýrslan nefnir sérstaklega þá hefð sem hefur myndast að foringjar stjórnmálaflokka sem starfa saman í samsteypustjórn ráða í raun lögum og lofum – án þess að þessir stjórnarháttum séu með neinum hætti markaðar reglur eða umgjörð.

Svona hefur þetta bara verið  um langt skeið og er enn.

Öll samskipti innan efsta lags stjórnkerfisins virðast líka hafa verið með eindæmum skrítin. Hlutir eru ekki skráðir, menn eru að ræðast saman í síma, það er engin eftirfylgni, ábyrgðin er mjög óljós.

Það ruglar kerfið svo enn þegar mjög mikilvægur embættismaður á svona tímapunkti, eins og formaður bankastjórnar Seðlabankans, er fyrrverandi stjórnmálamaður. Í áliti nefndarinnar kemur fram að það sé vond ráðstöfun.  Það er eiginlega alveg makalaust hvernig ólánlegur viðskiptaráðherra er útilokaður frá fundum. Hann þarf samt að bera sína ábyrgð. Lagaleg ábyrgð utanríkisráðherrans og formanns Samfylkingarinnar er hins vegar óljósari vegna þess sem segir fremst í pistlinum; það er verið að stjórna landinu með aðferðum sem eiga enga stoð í lögum – og geta ekki talist annað en afleit stjórnsýsla. En hin pólitíska ábyrgð er stór.

Annars virðist geta orðið nokkur hreinsun með þessari skýrslu; það sem Grikkir nefndu kaþarsis.  En þá þurfa menn að velta fyrir sér efni hennar af alvöru, draga ályktanir og fara eftir þeim, en ekki láta þráhyggjufólk, hagsmunaaðila og spunalækna hlaupa með sig í gönur.

Því hugsanlega er hún mikilvægasta plagg í íslenskri stjórnmálasögu – og getur jafnvel orðið undirstaða undir nýrri og betri þjóðfélagsskipan.

Samt er dálítið dæmigert að enginn sem kom fyrir nefndina vildi gangast við ábyrgð sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi