fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Eyjan

Erfitt að kynna frambjóðendur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. nóvember 2010 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stendur vissulega upp á Ríkisútvarpið að kynna kosninguna til Stjórnlagaþingsins. Reyndar er búið að opna vef þar sem er samankomin margs konar umfjöllun RÚV um stjórnarskrármálefni.

En þetta er samt ekki alveg auðvelt. Það þykir sjálfsögð meginregla að ekki megi kynna einn frambjóðanda umfram annan. Allir frambjóðendurnir 522 verða að njóta jafnræðis. Því var ákveðið að engir frambjóðendur birtust í dagskrá RÚV eftir að framboðslistinn var birtur.

Að sumu leyti er þetta blóðugt – en getur varla öðruvísi verið.

Við getum hugsað okkur að tekið sé upp efni með frambjóðendunum. Ef hver þeirra fengi fimm mínútur í útvarpi eða sjónvarpi – það má varla minna vera – stæði kynningin yfir í 43 klukkustundir. Myndi einhver endast til að horfa eða hlusta á það? Ég myndi allavega frekar vilja vera framarlega í röðinni í slíkum þætti.

Þarna setur líka strik í reikninginn hversu aðdragandinn er stuttur – það líða einungis fjórar vikur frá því framboðslistar eru tilkynntir og þangað til kosið er.

En lýðræðið er auðvitað ekki alltaf skemmtiefni. En eins og málum er háttað getur RÚV varla annað en fjallað um stjórnlagaþingið með almennum hætti, skýrt út hvernig á að kjósa, hvers vegna sé efnt til þessara kosninga, hvaða breytingar sé hugsanlegt að gera á stjórnarskránni. Upplýsingar um frambjóðendur er svo að finna á hinum opinbera vef kosning.is, en mér heyrist að tiltæki DV sem felst í því að gefa frambjóðendum einkunn eftir ákveðnum spurningalista hafi ekki alls staðar mælst vel fyrir.

En kannski eru einhverjir með góðar hugmyndir um hvernig á að fara að þessu? Það væri áhugavert að sjá þær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“

Inga nýtur sín á Tenerife en er samt í vinnunni – „Ég er ekki ein löggjafinn“
Eyjan
Fyrir 2 vikum

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?

ESB-aðild: Eldstormur geisar – viljum við standa úti eða fara í skjól?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“