Ég leyfi mér að stela þessum Fésbókarstatus frá Páli Valssyni, höfundi ævisögu Jónasar Hallgímssonar skálds.
„Páli…. sýnist sem Alþingi eigi aðeins einn kost í stöðunni: að láta strax af hefðbundnu flokkskarpi og ódýru lýðskrumi en sýna ábyrgð með uppbyggilegri orðræðu og samstöðu er hafi heill og heiður landsins að markmiði. Á þetta hlutverk Alþingis benti einn helsti höfundur þess:
„‘Óskandi væri Íslendingar færu að sjá að það er aumt líf og vesælt að sitja sinn í hverju horni og hugsa um ekkert nema sjálfan sig og slíta svo sundur félag sitt og skipta sundur afli sínu í svo marga parta sem orðið getur – í stað þess að halda saman og draga allir einn taum og hugsa fyrst og fremst um heiður og velgengni landsins sem öllum góðum Íslendingum ætti þó að vera í fyrirrúmi“ Jónas Hallgrímsson. 1835.