Það er sagt að öll egg hafi klárast í 10/11 á föstudag. Nú er verslunin vel birg af eggjum fyrir mótmælin í kvöld – eða það segir í frétt á mbl.is.
Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.
Við Kári og vinur hans gengum framhjá Alþingishúsinu á laugardaginn.
Kári sagði:
„Mig langar að kasta eggi í Alþingi.“
Ég spurði af hverju.
„Til að mótmæla tölvubanninu sem þú settir mig í.“