Hér er framundan mikill niðurskurður á fjárlögum. Steingrímur J. segir að nú séu runnin upp hin eiginlegu hrunfjárlög. Niðurskurðurinn er á bilinu 6-9 prósent, og verður ábyggilega mjög þjáningarfullt á mörgum stöðum. Það má búast við einhverjum mótmælum vegna fjárlaganna.
Í Bretlandi er komin til valda stjórn sem setur niðurskurð hjá hinu opinbera á oddinn. Hann er aðalstefnumál stjórnarinnar – og það verk sem hún verður dæmd af. Markmiðið er að reyna að létta miklu skuldafargani af breska ríkinu.
Í Guardian er birt yfirlit yfir niðurskurð í einstökum málaflokkum. Í menningarmálum er skorið niður um 25 prósent, sem hefur strax vakið mikil mótmæli og menntamálum fer niðurskurður í 10 til 20 prósent.
Stjórn Camerons er strax farin að finna fyrir óvinsældum vegna þessa. Verkamannaflokkurinn undir nýjum formanni, Ed Miliband, er búinn að skjótast yfir Íhaldsflokkinn í skoðanakönnunum. Það er víðar en á Íslandi að það er vanþakklátt hlutskipti að stjórna á krepputímum.