fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Mikill niðurskurður í Bretlandi

Egill Helgason
Laugardaginn 2. október 2010 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er framundan mikill niðurskurður á fjárlögum. Steingrímur J. segir að nú séu runnin upp hin eiginlegu hrunfjárlög. Niðurskurðurinn er á bilinu 6-9 prósent, og verður ábyggilega mjög þjáningarfullt á mörgum stöðum. Það má búast við einhverjum mótmælum vegna fjárlaganna.

Í Bretlandi er komin til valda stjórn sem setur niðurskurð hjá hinu opinbera á oddinn. Hann er aðalstefnumál stjórnarinnar – og það verk sem hún verður dæmd af. Markmiðið er að reyna að létta miklu skuldafargani af breska ríkinu.

Í Guardian er birt yfirlit yfir niðurskurð í einstökum málaflokkum. Í menningarmálum er skorið niður um 25 prósent, sem hefur strax vakið mikil mótmæli og menntamálum fer niðurskurður í 10 til 20 prósent.

Stjórn Camerons er strax farin að finna fyrir óvinsældum vegna þessa. Verkamannaflokkurinn undir nýjum formanni, Ed Miliband, er búinn að skjótast yfir Íhaldsflokkinn í skoðanakönnunum. Það er víðar en á Íslandi að það er vanþakklátt hlutskipti að stjórna á krepputímum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi