Í Fréttatímanum, nýja blaðinu sem kom út í gær, er frétt á blaðsíðu tvö um útlán Landsbankans til Björgólfs Guðmundssonar, Björgólfs Thors Björgólfssonar og Magnúsar Þorsteinssonar, þremeninganna sem fengu að kaupa bankann árið 2002. Samkvæmt fréttinni eru þessi lán óheyrilega mikil – eða 440 milljarðar. Þetta segir í fréttinni:
„Björgólfur Thor Björgólfsson, Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson mynduðu Samson-hópinn við einkavæðingu Landsbankans árið 2002.
Heildarupphæð lána, skuldabréfakaupa og meðfjárfestinga bankans til eignarhalds- og rekstrarfélaga á vegum stofnenda Samson var um 426 milljarðar í lok júní 2008. Að auki keyptu peningamarkaðssjóðir bankans skuldabréf fyrir 14 millj-arða. Þessi upphæð er meira en tvö-falt eigið fé bankans sem var á sama tíma rétt rúmir 200 milljarðar. Jafnframt eru þetta um 11% af efnahagsreikningi bankans.“
Í tengslum við þetta má minna á grein eftir Ólaf Kristinsson, héraðsdómslögmann og hluthafa í Landsbanaknum, sem hefur leitt getum að því að Björgólfur Thor og eigendur Landsbankans hafi beitt blekkingum vegna fimm prósenta eignarhlutar í bankanum sem var sagður í eigu starfsmanna hans í þeim tilgangi að fá enn meira fé að láni. Greinin birtist í Viðskiptablaðinu fyrir skömmu