fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Fjölskyldufólk og fasistar

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. október 2010 08:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru óhrein öfl á ferli meðal mótmælenda á Austurvelli. Það er reyndar eins og gengur í svona mótmælum, það gleymist varla að í Búsáhaldabyltingunni var nokkur hópur sem kom á vettvang til að komast í ofbeldi. Það setti ljótan svip á Búsáhaldabyltinguna og var ekki slegið striki yfir það fyrr en mótmælendur tóku sér stöðu og beinlínis vörðu lögregluna fyrir árásum.

Ég sá fána með mynd kommúnistans Che Guevara á lofti – vitleysingar sem veifa merki hans ættu að kynna sér aðeins sögu kúbversku byltingarinnar. Og svo sér maður myndir þar sem sjást hakakrossfáni og fáni með merki nýnasista. Þetta virðist heldur ekki vera einsdæmi, ef marka má ljósmynd sem birtist á vef Eiríks Arnar Norðdahl.  Þarna er semsagt á seyði fólk sem gælir við nasisma og fasisma.

Í raun væri mótmælendum sæmst að reyna að koma því burt, rétt eins og þegar tekið var á ofbeldisfólkinu í Búsáhaldabyltingunni. Þar mættu mótmælendur með appelsínugula liti til að lýsa vanþóknun á ofbeldi.

Þarna er lika hópur anarkista með svarta fána. Það er vinsælt að hafa horn í síðu anarkista og tala um að þeir efni til óláta, en þess eru fá dæmi í sögunni að þeir hafi unnið stórkostlegt tjón – og í raun síst hægt að amast við þeim.

58108_138091902904461_100001109556560_186281_1972782_n

Grein Eiríks er annars nokkuð skarpleg. Hann slær aðeins á talið um að þarna hafi verið „venjulegt fjölskyldufólk“.  Því hvað er venjulegt fjölskyldufólk? Eiríkur skrifar:

Annað finnst mér sýnu alvarlegra teikn í kringum þessi mótmæli – en það er þetta eilífa sífur um „fjölskyldufólk“ og „venjulegt fólk“ – því þar er einmitt komin ljóslifandi orðræða hins evrópska samtímafasisma. Nasistum var meira að segja tíðrætt um þetta – að þeir væru fulltrúi venjulegs fólks gagnvart útlenskum áhrifum, síonismanum, bolsévismanum, spilltum pólitíkusum, kapítalistum og elítunni. Og þannig er það ennþá – nema búið er að skipta út síonismanum fyrir íslamófasismann og bolsévismanum fyrir vinstrimenn almennt (og þá oft krata). Og þessi orðræða grasserar í kringum alla hægripopúlistaflokka í Evrópu – frá Front National til Sverigedemokraterna, frá Jobbik til Perussuomalaiset.

Stærstur hluti fólks er venjulegt fjölskyldufólk. „Byltingarsinnaði kommúnistinn“ Viðar Þorsteinsson er fjölskyldufólk. Anarkistinn Siggi Pönk er venjulegt fólk. Iðjuleysingjar eiga bæði börn og foreldra, systkini, frænkur og frændur og mæta í fermingarveislur. Meira að segja nýnasistarnir eru venjulegt fjölskyldufólk. Jóhanna Sigurðardóttir er venjulegt fjölskyldufólk.

Að halda því fram að einn hópur fólks tilheyri hinu venjulega og eigi sér fjölskyldu er negasjón á því að aðrir tilheyri hinu venjulega og eigi sér fjölskyldu – aðrir eru þá óvenjulegt utangarðsfólk (sem hefur þá annað hvort hafnað fjölskyldum sínum eða verið hafnað af fjölskyldum sínum). Þetta er málfar útskúfunar – málfar þeirra sem skipta heiminum upp í „okkur“, „ykkur“ og „þau“. Og það er bæði lævísara og hættulegra en bavíanar með hakakrossa.“

5052333958_7292769cf2_z

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi