fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Starf Guttanefndarinnar

Egill Helgason
Föstudaginn 1. október 2010 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi síðunnar sendi þessar línur.

— — —

Ég vil vekja athygli þína að stuttri umsögn Jóns Steinssonar um úttekt Háskólans á Akureyri sem unnin var fyrir „Guðbjartsnefndina“ svokölluðu (eða Guttanefndina)

Hér er linkur á umsögnina    http://www.sjavarutvegsraduneyti.is/media/Skyrslur/Fylgiskjal_7_UmsognUmGreinargerdRThHA_Jon_Steinsson.pdf

og hér eru nokkrar línur úr umsögninni.

„Sú skoðun hefur verið útbreidd að ekki sé ráðlegt að fyrna aflahlutdeildir ef slík aðgerð myndi leiða til „gjaldþrots“ útgerðarfyrirtækja. Útgerðir hafa því haft hvata til þess að veikja efnahagsreikning sinn með því að taka fé út úr rekstrinum til að passa að efnahagur þeirra standi nægilega tæpt til að stjórnvöld veigri sér við að innkalla aflahlutdeildir. Af einhverjum ástæðum hafa kröfuhafar útgerðanna leyft útgerðum að leika þennan leik þrátt fyrir að slíkt skapi áhættu á útlánatapi ef til innköllunar kemur. En þetta er víst ekki það eina sem orkaði tvímælis í rekstri lánastofnana á Íslandi undanfarin ár.

Þar að auki hafa aðilar sem hafa sterk pólitísk ítök haft forskot fram yfir aðra varðandi það að eiga útgerð þar sem þeir hafa betur getað tryggt áframhaldandi úthlutun aflahlutdeilda án endurgjalds. Þetta hefur dregið úr hagræðingu í sjávarútvegi þar sem þeir sem hafa sterkustu pólitísku tengslin eru ekki endilega þeir sömu og þeir sem hafa mesta hæfileika til þess að reka útgerð.

Sá kostur að fresta því að gera nokkuð—t.d. vegna þess að skuldastaða útgerðarinnar er þess eðlis að fyrning muni leiða til þess að einhver hluti útgerðarfyrirtækja þurfi að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu—er líklega verri kostur en að veita útgerðinni varanlegan eignarrétt án endurgjalds. Ef ekkert er gert mun útgerðin halda áfram á sömu braut hvað það varðar að skuldsetja sig upp í topp þar sem hún veit að það er eina leiðin til þess að halda í endurgjaldslausa úthlutun aflahlutdeilda til frambúðar. Það mun veikja sjávarútveginn.“

Ég er alltaf að bíða eftir að sjá viðtal við Jón Steinsson í fjölmiðlum enda eru hagfræðingar sem tala mannamál einhverjir skemmtilegust viðmælendurnir að mínu mati. Jón Steinsson jarðar flest öll rök þeirra sem telja tilboðsleiðina (fyrningarleiðina) ófæra.

Þeir lánlausu einstaklingar sem nefnd þessa skipuðu gáfu sér ansi margt fyrirfram. Þess vegna er vart hægt að tala um þetta sem endurskoðunarnefnd (LÍÚ ákvað að kalla þetta sáttanefnd og það er það sem hún varð. Sáttanefnd við LÍÚ)

Til að mynda var gengið út frá því víða í vinnu nefndarinnar (og þeirra sem voru henni til ráðgjafar) að aflaheimildir væru eign útgerðarmanna vegna þess eins að þær eru bókfærðar sem eign. Þrátt fyrir að alveg skýrt sé að það séu þær alls ekki.

„Guðbjartsnefndin“ fjallaði nær ekkert um tilboðsleiðina. Hún hugnaðist þeim ekki. Þeir vildu frekar tryggja útgerðarmönnum þessi sérréttindi. Það var litlu sem engu púðri eytt í að skoða áhrif tilboðsleiðarinnar eða kanna hvort hún væri fær. Þó var það hennar verk að útfæra hana en ekki að festa núverandi óskapnað í sessi.

Annað sem vekur athygli er að ekki var farið í neina athugun á því hvort rétt væri að styðjast við aflamarkskerfi eða fara aðrar leiðir. Það var gengið út frá því sem vísu að þetta væri eina færa leiðin. Heldur var ekki fjallað um kostnað greinarinnar og þjóðarinnar af því að nýliðun sé nær engin og þ.a.l. séu ekki hæfustu mennirnir í útgerð hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi