Það er boðað til mótmæla á Austurvelli við þingsetningu á morgun.
En hverju er verið að mótmæla?
Ég sé á netinu að sumir ætla fara til að mótmæla vegna stöðu heimilanna.
Á einni bloggsíðu var talað um að fara að mótmæla AGS, ESB og Icesave.
Svo eru sumir á Facebook sem ætla að fara að mótmæla ákæru á hendur Geir Haarde.
En mætti líka vel mótmæla vegna framferðis bankanna, skuldaeftirgjöf fyrir sægreifa og svokallaðrar samningaleiðar.
Og jafnvel líka vegna fjárlaga sem líta dagsins ljós eftir helgi og gera ráð fyrir ógnarlegum niðurskurði?
Já og jafnvel vegna skattahækkana líka?
Og að hverjum snúa mótmælin, að ríkisstjórninni eða þingheimi eins og hann leggur sig? Mér skilst að útvarp Saga hafi básúnað að það verði mótmælt gegn „stjórnmálastéttinni“.
Er það kannski málið?