fbpx
Mánudagur 21.júlí 2025
Eyjan

B-liar

Egill Helgason
Föstudaginn 29. janúar 2010 20:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var sorglegt að fylgja með manninum sem Bretar eru farnir að kalla Bliar eða Lyga-Blair fyrir þingnefnd í dag.

Hann heldur enn í allar rangfærslurnar um Íraksstríðið sem hann og George Bush notuðu til að hefja hernað árið 2003. Um gereyðingarvopnin – hann er reyndar hættur að segja að af þeim hafi stafað hætta á 45 mínútum – um að Saddam Hussein hafi verið ógn við heimsfriðinn.

Saddam var vissulega ógeðslegur fantur. En aðferðirnar sem voru notaðar til að ráða niðurlögum hans voru ekki síður ógeðfelldar, óheilindin og ósannindin sem voru notuð til að réttlæta stríðið. Blair sagði í yfirheyrslunni að leið Sameinuðu þjóðanna hefði ekki virkað – sannleikurinn er sá að hún virkaði ekki vegna þess að fjöldi þjóða vildi ekki hlíta leiðsögn Bush og Blairs.

Ekki bætti úr skák að stríðið var sérlega illa undirbúið; innrásarherirnir höfðu búist við að þeim yrði fagnað en raunin var allt önnur. Við tók blóðugt borgarastríð með hræðilegu mannfalli, eyðileggingu verðmæta og fjáraustri.

Íraksstríðið fylgir Blair eins og skugginn, án þess hefðu honum máski verið allir vegir færir í pólitík. Hann mun þurfa að réttlæta það fram í andlátið – líklega játar hann samt aldrei að hann hafi gert mistök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 13 klukkutímum
B-liar

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin