Svipan segir frá því að læknar séu að yfirgefa Ísland í stórum stíl.
Þetta hefur maður verið að heyra. Ég hitti mann á Skólavörðustígnum sem sagði að taugalæknar væru flestir farnir.
Vefritið segir að þetta sé vegna þess hvernig skuldamál hafa verið höndluð.
En það er ekki nema hálf sagan. Ástæðan er líka sú að laun á Íslandi eru að dragast aftur úr. Læknarnir geta einfaldlega fengið hærra kaup í útlöndum en íslenska heilbrigðiskerfið stendur undir að borga.