Lífið hélt áfram utan sala Alþingis í gær.
Í Héraðsdómi var kveðinn upp sérstæður dómur um gengistryggt húsnæðislán – manni liggur við að segja skelfilegur.
Það felur í sér að lán sem búið er að greiða upp tekur á sig nýja vexti – lánveitandinn á semsagt kröfu á lántakandann vegna láns sem búið er að greiða. Skuldin af þessu láni hljóðar upp á 3,5 milljónir króna samkvæmt dómnum.
Svona túlkar Héraðsdómur dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán – og lofar ekki góðu.
Marinó Gunnar Njálsson skýrir þetta út á heimasíðu sinni.