Þessa mynd fann ég hérna. Hún sýnir gengisvísitölu íslensku krónunnar; þarna má glöggt sjá hinar miklu sveiflur sem gera hana ónothæfa og valda því að efnahagsvandinn er erfiðari viðfangs hér en í öðrum löndum.
Krónan hækkaði dálítið í gær eftir vaxtahækkun Seðlabankans. Nú lækkar hún aftur.
Voru seðlabankastjórarnir þá bara að pissa í skóinn.
Eitt virðist allavega ljóst: „Viðskiptalífið“ er í óða önn að velta byrðum yfir á almenning í landinu. Aðgerðirnar eru kallaðar ýmsum nöfnum. En það er megintilgangurinn.