Eva Joly hefur oft talað um hvað fólki finnst óþægilegt að sjá prúða menn í jakkafötum, úr efri stéttum þjóðfélagsstigans, dregna fyrir dóm. Það fer í gang einhver ógurleg meðvirkni sem fólk ræður ekki við.
Umræðan í dag hefur einkennst mjög af þessu.
Á sama tíma eru níu ungmenni – og sum af þeim eru illa klædd og ekki af þeirri manntegund sem fólk vill ekki fá inn í stofu til sín – ákærð fyrir árás á Alþingishúsið.
Hvorki meira né minna.
Við þessu broti liggur margra ára fangelsi.
Glæpur þessa fólks er að hafa mótmælt liðinu sem setti Ísland svona rækilega á hausinn – og var að kafna í eigin lygavaðli meðan það var að því.