fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Himinhrópandi vanhæfi

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. september 2010 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það má vera ljóst af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og undir það er tekið í áliti þingmannanefndarinnar að íslenskum yfirvöldum var margoft gerð grein fyrir hættunni sem stafaði af óstöðugleika fjármálakerfisins hér – og ekki síst af söfnun innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi. Nákvæmlega ekkert var gert með þessar viðvaranir. Lánsfjármarkaðir lokuðust fyrir Íslendinga síðla árs 2007 og þá hljóp mikill vöxtur í þessa innlánastarfsemi. Innistæður á reikningunum voru komnar í fimmfaldan gjaldeyrisforða þjóðarinnar og ljóst að Ísland stæði engan veginn undir þessu ef færi á versta veg – þótt fyrirheit hafi verið gefin um slíkt af Landsbanka og Seðlabanka.

En Íslendingar gátu ekki fengið svo mikið sem einseyring að láni. Þeir voru orðnir paríar í alþjóðlega fjármálakerfinu. Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, bauðst til að veita aðstoð við að „trappa niður“ íslenska bankakerfið. Loks féllust norrænir seðlabankar á að gera gjaldeyrirsskiptasamninga líkt og fyrir náð og miskunn, en þeir settu um leið skilyrði um að bregðast þyrfti við yfirvofandi vá á Íslandi.

Það var ekki gert – í raun var ekkert gert. Ingibjörg Sólrún og Geir Haarde fóru í kynningarherferð til útlanda og héldu því fram að allt væri í himnalagi á Íslandi. Seðlabankinn dældi fé í bankana í endurhverfum viðskiptum í gegnum sparisjóði og minni háttar fjármálastofnanir.

Landið var í raun stjórnlaust. Annað verður ekki séð. Um þetta má lesa í áliti þingmannanefndarinnar sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndar, umfjöllun um 6. bindi skýrslunnar.

Viðvörunum frá útlöndum var barasta ekki sinnt, ekki var staðið við það sem þó var lofað. Vanhæfið – getuleysið –  er himinhrópandi.

Þegar komið er í algjört óefni – þótt þjóðin vissi það ekki – skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir grein í Fréttablaðið. Þetta er 4. september 2008, greinarinnar er getið í skýrslu rannsóknarnefndar, 1. bindi bls. 220. Þar hvetur Ingibjörg Sólrún bankana til að herða á söfnun innlánsreikninga erlendis.

„Í greininni segir m.a.: „Við stöndum frammi fyrir þríþættu verkefni. Í fyrsta lagi lausafjárvanda bankanna sem stafar einkum af skorti á lánsfé á alþjóðlegum mörkuðum.“ Síðar segir: „Bankarnir þurfa sjálfir að halda áfram að afla sér erlends lausafjár og losa um eignir þar sem það er hægt. Þeir þurfa að halda áfram að afla sér innlána á erlendum mörkuðum.“

Annars mætti halda eftir umræðu síðustu daga að flestir séu búnir að gleyma því sem stóð í hinni marglofuðu skýrslu rannsóknarnefndar, að þeir hafi aldrei lesið hana eða að þeim sé alveg sama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi