Kosningar til stjórnlagaþings fara fram 27. nóvember 2010. Framboðsfrestur rennur út 18. október – um þetta má fræðast hérna.. Ég hef bara heyrt um einn frambjóðanda, og líst raunar mjög vel á hann – það er Valgarður Guðjónsson.
Það er mjög mikilvægt að vel takist til við val þingfulltrúa. Hér eru nokkur nöfn sem mér datt í hug að myndu sóma sér vel á svona þingi.
Pawel Bartozsek
Margrét Pála Ófeigsdóttir
Hjörtur Hjartarson
Grímur Atlason
Kristín Vala Ragnarsdóttir
Egill Jóhannsson
Jóhann J. Ólafsson
Páll Skúlason
Svanfríður Jónasdóttir
Guðmundur Heiðar Frímannsson
Endilega bætið við fleirum.