fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Gunnar Tómasson: Að axla ábyrgð

Egill Helgason
Laugardaginn 25. september 2010 10:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi þessar línur:

— — —

Í bloggfærslu sinni miðvikudaginn 22. september (Um ákærur) birti Sigurður Kári Kristjánsson, lögfræðingur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu sem hann flutti á Alþingi daginn áður – lokaorðin voru þessi:

Menn tala mikið um mikilvægi þess að einstaklingar axli ábyrgð á því sem gerst hefur.  Í mínum huga er það ljóst að hin pólitíska ábyrgð hefur verið borin.  Allt þetta fólk hefur vikið úr sínum embættum, það starfar ekki lengur á vettvangi stjórnmálanna.  Það hefur fengið sinn dóm sem birtist í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og sá dómur er þeim að sjálfsögðu mjög þungbær.

Ég hlýt að lokum að varpa spurningu fram til þeirra sem standa að þessum tillöguflutningi:

Hvernig ætla þeir að axla sína ábyrgð, verði ákæran gefin út, mál höfðað fyrir Landsdómi, en málinu vísað frá eða þeir einstaklingar sem hér um ræðir sýknaðir?

Hvernig ætla þeir að axla sína ábyrgð?

***

Ég lagði inn og staðfesti eftirfarandi umsögn mína um ábyrgð ráðandi manna í aðdraganda hrunsins sem Sigurður Kári sá ekki ástæðu til að birta:

Stuttu eftir fund Davíðs Oddssonar með lykilmönnum ríkisstjórnarinnar snemma árs 2008 birti Ögmundur Jónasson eftirfarandi athugasemd mína á vefsíðu sinni:

Frá lesendum

29. Apríl 2008

HVER BER ÁBYRGÐ Á TVEGGJA STAFA VERÐBÓLGU?

Sæll Ögmundur.

Tveggja-stafa verðbólga er komin til að vera a.m.k. næstu mánuði.

Og þar með er efnahagslegt jafnvægi fjölmargra heimila landsins og þjóðarbúsins í heild fokið út í veður og vind.

Ólíkt veðrinu er verðbólga ekki náttúrufyrirbæri, heldur ávöxtur skilnings-, getu-, og/eða ábyrgðarleysis þeirra sem standa að stjórn efnahagsmála almennt og stjórn peningamála sérstaklega. Íslenzk stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að stjórna peningamálum þjóðarinnar. Og telja sér það til ágætis að láta viðskiptabankana alfarið um þjóðhagslega mikilvæga hluti eins og erlenda skuldastöðu þeirra og innlenda útlánaþenslu sem þegar hafa getið af sér tveggja-stafa verðbólgu.

Allt var þetta fyrirsjáanlegt sbr. eftirfarandi greinarkorn mitt í Mbl. 30. maí 2006:

Hvar liggur ábyrgðin?

SENDINEFND frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) í Washington D.C. heimsótti Ísland frá 8.-15. maí til viðræðna við stjórnvöld um ástand og horfur í efnahagsmálum. Við lestur formlegrar umsagnar sendinefndarinnar dags. 15. maí, sem birt var á vefsíðu Seðlabanka Íslands, vakti eftirfarandi málsgrein um „fjármálakerfið“ sérstaka athygli undirritaðs – í lauslegri þýðingu Seðlabanka:

„Fjármálakerfið virðist traust en vinna þarf áfram að því að draga úr veikleikum þess. Efnahagsreikningur íslenskra banka hefur þanist ótrúlega mikið út bæði heima og erlendis. Á alþjóðamörkuðum eru áhyggjur af því að þessi hraði vöxtur hafi dregið fram veikleika í íslenska fjármálakerfinu sem gætu grafið undan heilbrigði þess á meðan hagkerfið leitar jafnvægis á ný. Mögulegir veikleikar eru umtalsverð endurfjármögnunarþörf, gæði útlána, úthaldsgeta bankanna á innlendum húsnæðislánamarkaði og krosseignarhald á hlutafé.“

Umsögn sendinefndar IMF um útþenslu efnahagsreiknings íslenzkra banka á nýliðinni tíð var reyndar ívið harðari en hér kemur fram: „The balance sheets of Icelandic banks have been growing at a staggering pace, both at home and abroad.“

Í orðabókum er lýsingarorðið „staggering“ sagt merkja: gífurlegur, ískyggilegur, sláandi, yfirþyrmandi, stórkostlegur. Sá skilningur er einnig lagður í orðið á heimaslóðum IMF, sbr. fyrirsögn leiðara Washington Post 31. ág. sl. um einar hrikalegustu náttúruhamfarir sem gengið hafa yfir Bandaríki Norður-Ameríku: „Katrina’s Staggering Blow“.

Undirritaður starfaði sem hagfræðingur hjá IMF um nær aldarfjórðungsskeið, en minnist þess ekki að hafa nokkurn tíma séð hagfræðinga IMF nota jafn sterkt orð og „staggering“ til þess að lýsa útlánaþenslu viðskiptabanka í aðildarríki. Skv. leikreglum þar á bæ er oft ritað og lesið milli lína það sem segja þarf. Það fer því ekki fram hjá neinum í IMF hvað sendinefndinni finnst um verðbólguhorfur á Íslandi – þær eru „staggering“.

Hvar liggur ábyrgðin?

Í lögum um Seðlabanka Íslands 2001 nr. 36 22. maí, segir m.a.:

3. gr. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráðherra er Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu. 11. gr. Seðlabanka Íslands er heimilt að ákveða að lánastofnanir skuli eiga fé á bundnum reikningi í bankanum.

13. gr. Seðlabanka Íslands er heimilt að setja lánastofnunum reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Í slíkum jöfnuði skal auk gengisbundinna eigna og skulda telja skuldbindingar og kröfur sem tengdar eru erlendum gjaldmiðlum utan efnahags, svo sem framvirka samninga og valréttarsamninga.

Samkvæmt 3. gr. hefur Seðlabanki Íslands, með samþykki forsætisráðherra, sett sér það meginmarkmið að verðbólga fari ekki fram úr 2,5% á ársgrundvelli.

Skv. 11. og 13. gr. getur Seðlabanki Íslands sett lánastofnunum leikreglur, sem myndu fyrirbyggja það, sem nú blasir við – að hrikaleg útlánaþensla þeirra kollvarpi viðleitni seðlabanka til þess að tryggja framgang meginmarkmiðs hans.

Umsögn sendinefndar IMF verður aðeins skilin á einn veg: Fyrrverandi og núverandi yfirstjórn Seðlabanka Íslands ber ekki skynbragð á faglega stjórn peningamála.

Það er því dæmigert um vinnubrögð Seðlabanka Íslands að hann er þessa dagana að keyra stýrivexti upp úr öllu valdi, en lætur undir höfuð leggjast að beita þeim stjórntækjum sem eru hendi næst og myndu duga – bindiskyldu skv. 11. gr. laga um Seðlabanka Íslands og ákvæðum um gjaldeyrisjöfnuð lánastofnana skv. 13. gr.

Þetta er verra en grunnfærni – þetta er atlaga að almannahag.

Höfundur er hagfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans

Óttar Guðmundsson skrifar: Stjörnustund ráðherrans
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“

Orðið á götunni: Höfundur hrunsins toppar sjálfan sig – kallar Kristrúnu og Þorgerði Katrínu „fermingarstúlkur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað

Orðið á götunni: Og áfram heldur stjórnarandstaðan – pólitísku kapítali sólundað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu

Tollasamningur ESB og Bandaríkjanna: Sterkur leikur hjá Ursulu von der Leyen að veita bandarískum vörum tollfrelsi í Evrópu
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist