Baldur sendi þessar línur.
— — —
Í rannsóknarskrýslu Alþingis kemur ártalið 2006 fyrir. Og þar af leiðandi þykjast ráðamenn eftir þann tíma ekki hafa getað gert neitt til að koma í veg fyrir hrunið. En hvað er það nákvæmlega sem stendur í skýrslunni? Skoðum 2. kafla sem heitir Ágrip um meginniðurstöður skýrslunnar .
Þar stendur:
„Grípa hefði þurft til aðgerða í síðasta lagi á árinu 2006 til þess að eiga möguleika á að koma í veg fyrir fall bankanna án þess að það kæmi verulega niður á verðmæti eigna þeirra. „
Það er semsagt niðurstaða R.A. að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir fall bankanna eftir 2006 – en það hefði komið niður á verðmæti eigna þeirra. Og hefði það ekki bara verið allt í lagi?
Á sama stað stendur:
„Þvert á móti var það stefna ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar samkvæmt stjórnarsáttmála frá 23. maí 2007 að tryggja að fjármálastarfsemi gæti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði. „