Ef það er einhver sem sérstaklega mikið brást þjóðinni í aðdraganda hrunisins þá er það íslenskt viðskiptalíf.
Bankar og fjármálastofnanir gengu á undan – með sínu vonda fordæmi – en í kjölfarið fylgdu stóreignamenn, kvótafólk og fleiri sem fluttu fé sitt úr landi á reikninga í Lúxemborg eða aflandseyjum. O
Það er mjög merkilegt að skoða til dæmis lista yfir stjórnarmenn í Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráðið árin fyrir og í kringum hrun. Líkist helst who’s who í útrásargeiranum.
Því er nokkuð ósvífið þegar fólk af þessu tagi hótar að fara með fé sitt úr landi þegar við súpum seyðið af fjármála- og viðskiptarugli síðasta áratugs.
Samt láta menn þannig á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins. Og að yfirmaður hjá endurskoðunarfyrirtækinu KPMG skuli klappa taktinn undir þessu er alveg einstaklega ófyrirleitið.
KPMG var endurskoðandi Baugs og FL-Group – og menn þar á bæ ættu að vera þakklátir fyrir að ekki sé búið að loka fyrir þeim sjoppunni.
Og þeir ættu lika að sjá sóma sinn í að passa upp á að hver einasti eyrir af skattfé skili sér þangað sem hann á að fara.