Ég hef orðið var við það upp á síðkastið að margt fólk, einkum vinstra fólk, lætur myndina um Georg Bjarnfreðarson fara mjög í taugarnar á sér.
Því finnst þetta vond og ómakleg lýsing á fólki á vinstri vængnum – hinum Svíþjóðarmenntaða marxista Georgi og móður hans, femínistanum og baráttukonunni Bjarnfreði. Það er kannski ekki síst lýsingin á henni sem virkar móðgandi á sumt fólk.
Umræða um myndina gýs við og við upp á Facebook og þá verða margir til að hella úr skálum reiði sinnar.
Og þá fær maður á tilfinninguna að þetta sé eitthvað sem má ekki skopast að.