DV skrifar um mál barasilísku konunnar Jussanam de Silva sem á að vísa úr landi vegna þess að hún skildi við eiginmann sinn, Íslending. Þar með fyrirgerði hún rétti sínum til að búa á Íslandi í augum Útlendinga- og Vinnumálastofanana, hún færi ekki endurnýjað atvinnuleyfi, þrátt fyrir að hafa vinnu og þrátt fyrir að hafa búið hér í nokkur ár. Hún hefur varið tíma og kröftum í að byggja upp líf hérna.
Ég ætla bara að segja eins og er – mér finnst þetta svívirða.
Hingað hefur komið fjöldi fólks frá löndum utan EES til að starfa – margir hafa reyndar horfið á braut í kreppunni. Mikið af þessu fólki vinnur lægst launuðu og lélegustu störfin sem eru í boði á Íslandi. Oftast er það af mikill samviskusemi. Það er til dæmis alþekkt á spítölum hversu góðir starfskraftar Asíubúar eru upp til hópa. Og þeir ganga í störfin sem Íslendingar vilja helst ekki vinna.
En nú, ef það verður fyrir einhverjum skakkaföllum, gengur maður undir mann í kerfinu að koma því úr landi.
Máli Jussanam hefur verið áfrýjað til dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins. Þar situr Ögmundur Jónasson. Hann hlýtur að breyta þessari ákvörðun undireins. Um leið þarf hann að taka þessi mál til gagngerrar endurskoðunar – því mál Jussanam er svo fjarri því að vera einstakt. Því miður er nokkur fjöldi innflytjenda sem lifir milli vonar og ótta eins og hún.