Örn Bárður Jónsson talar um einelti RÚV gegn kirkjunni.
Það heldur líklega áfram í Kiljunni á miðvikudaginn því þá ætla ég að fjalla um hina frægu bók Richard Dawkins The God Delusion, sem er nýkomin út í íslenskri þýðingu undir nafninu Ranghugmyndin um guð.
En svo má kannski segja að sé rækilega vegið upp á móti þessu. Á hverjum einasta sunnudegi flytur Ríkisútvarpið messur úr ýmsum kirkjum landsins, fyrir utan bænastundir og andaktir sem er að finna í dagskránni nánast á hverjum degi.
Örn Bárður kvartar líka undan því að ekki séu kallaðir til sérfræðingar um kirkju og kristni. En nú hefði ég haldið að málið sé þannig vaxið að þegar trú er annars vegar sé í raun enginn meiri sérfræðingur en annar.
Því Örn Bárður veit ekkert meira um það hvort guð er til en til dæmis Úlfar Þormóðsson.