fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Hæpnar skýringar

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. september 2010 19:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dálítið langt til seilst að kenna einhverri  karlasamstöðu um hvernig komið er fyrir Ingibjörgu Sólrúnu.

Mörður Árnason fer vel í saumana á því sem gerðist innan Samfylkingarinnar undir stjórn hennar í pistli sem hann birti í fyrradag. Uppgjör hans er mjög heiðarlegt. Þar segir hann frá því hvernig flokkurinn snerist upp í einhvers konar klapplið fyrir formanninn og hvernig flokksforystan gerði bandalag við ákveðinn hóp kapítalista líkt og undir kjörorðinu „óvinur óvinar míns er vinur minn“.

Sem foringi annars stjórnarflokksins á tíma hrunsins ber Ingibjörg Sólrún náttúrlega heilmikla ábyrgð – langt umfram það sem hefði verið ef hún hefði bara verið utanríkisráðherra. Í rannsóknarskýrslum er einmitt talað um „oddvitaræði“. Það virðist hafa verið nánast jafnmikið á tíma Geirs og Ingibjargar og í stjórnartíð Davíðs og Halldórs.

Ingibjörg Sólrún vitnar einnig í stjórnmál á Norðurlöndum þar sem leiðtogar sósíaldemókrata eiga erfitt uppdráttar. Það kemur pólitíkinn á Íslandi og karlasamstöðunni ekkert við.

Í Svíþjóð er verið að endurkjósa ríkisstjórn sem hefur náð góðum árangri í efnahagsmálum. Í Danmörku hafa sósíaldemókratar átt undir högg að sækja í mörg ár. Það er hæpið að það komi kynferði forystumanna við, ein sterkasta persónan í dönskum stjórnmálum er til dæmis Pia Kjærsgaard – en hún er auðvitað hægri sinnaður popúlisti.

Þess utan er líkt og sósíaldemókratar og vinstrið í Evrópu hafi fremur tapað fylgi á tíma efahagskreppunnar en hitt – það hefði kannski verið eðlilegt að vinstri sveifla fylgdi slíkum þrengingum, en það hefur alls ekki verið raunin.

Hægri stjórnir sitja í Frakklandi, Þýskalandi, Bretlandi, Ítalíu, Danmörku og Svíþjóð – á Spáni og í Noregi eru hins vegar stjórnir sem hallast til vinstri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist

Greinir heimsókn Ursulu von der Leyen og spyr hvað stjórnarandstaðan óttist
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?