Forsíður The Economist eru oft snilld, og í raun miklu fremri en blaðið sjálft og efni þess sem er oft frekar andlaust enda markhópurinn aðallega fólk í bönkum og stjórnsýslu. Blaðið er líka fjarska dogmatískt í markaðstrú sinni. En forsíðurnar eru góðar og þessi alveg sígild. Hún er komin nokkuð til ára sinna.
En þessi forsíða á næstnýjasta hefti Economist er líka afar góð. Skýrir vel hvað hefur orðið um Sarkozy Frakklandsforseta.