Húrra fyrir Jóni Gnarr.
Hann afhendir fyrrverandi borgarstjóra Peking mótmæli vegna handtöku skáldsins og mannréttindabaráttumannsins Liu Xiaobo.
Það kemur fát á borgarstjórann fyrrverandi og sendinefnd hans. Sendinefndin flýtir sér burt án þess að kveðja formlega.
Góð tilbreyting frá langvarandi sleikjugangi við harðstjóra.
Með þessu sýnir Besti flokkurinn að hann er hreyfing sem á erindi og er ekki búin að láta loka sig inni í gömlu girðingunni þar sem pólitík fer venjulega fram.
Dalai Lama, Vaclav Havel, André Glucksmann, Desmond Tutu og fleiri hafa lagt til að að Liu Xiaobo fái friðarverðlaun Nóbels.