Svona er þátturinn kynntur á vef Ríkisútvarpsins. Hann er á dagskrá eftir seinni fréttir í kvöld, kl. 22.20:
„Á miðvikudagskvöldum í vetur verður á dagskrá nýr bókmenntaþáttur í umsjón Egils Helgasonar. Þar verður fjallað um bækur úr ýmsum áttum og af öllum toga. Kolbrún Bergþórsdóttir og Páll Baldvin Baldvinsson eru álitsgjafar þáttarins og svo ætlar Bragi Kristjónsson fornbókasali að stinga inn nefinu endrum og sinnum.
Ragnheiður Thorsteinsson sér um dagskrárgerð.
Þættirnir eru endursýndir síðdegis á fimmtudögum og klukkan ellefu á laugardagsmorgnum.
Fyrsti þátturinn ber merki þess að nú stendur yfir bókmenntahátíð í Reykjavík. Meðal gesta verða Ayaan Hirsi Ali, Tracy Chevalier, Yasmin Crowther, Marina Lewycka, Kári Stefánsson, Vilborg Dagbjartsdóttir og Bragi Kristjónsson.“