fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Frekar almælt tíðindi um íslenska byggingalist

Egill Helgason
Miðvikudaginn 15. september 2010 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík er að sumu leyti óheppin borg. Hún byggðist á vondum tíma. Stór hluti bygginga í borginni er frá miklu niðurlægingarskeiði í sögu byggingalistar, frá síðari hluta tuttugustu aldar, tíma módernisma og fúnksjónalisma. Við höfum fáar byggingar frá því fyrir árið 1900. Þá var borgin líka byggð af vanefnum, það skorti byggingarefni.

Reykjavík einkennist líka af stórum bílagötum, svokölluðum stofnbrautum, skipulagið hefur miðast við bíla. Á síðustu áratugum hefur aðalforgangsmálið líka verið hröð uppbygging úthverfa. Hraðinn á þeim framkvæmdum náði hámarki í húsnæðisbólunni sem lauk með hruninu 2008.

Þegar svo var byggt heilt viðskiptahverfi í Borgartúni voru menn enn einu sinni að flýta sér – það var hrúgað upp húsum í tískustíl augnabliksins, maður hefur á tilfinningunni að það eldist ekki vel. Þar þræðir maður leiðina milli skrifstofa í gegnum bílastæði.

Reykjavík hefur hins vegar batnað að mörgu leyti. Hún er orðin grónari en áður og það eykur lífsgæðin mikið. Græn útivistarsvæði eru víða um borgina, mjög til yndisauka. Eftir langt skeið niðurlægingar er að færast meira líf í gamla bæinn – kannski ekki síst vegna aukins fjölda túrista. Hafnarsvæðið er að opnast, þar hefur skapast mjög skemmtilegt mannlíf. Stórkarlalegar framkvæmdir sem voru fyrirhugaðar í miðborginni á tíma útrásarinnar eru farnar út um þúfur og gleymast líklega.

Annars er Reykjavík yfirleitt falleg í tengslum við náttúruna sem umlykur hana, ekki vegna mannvirkjanna eða mannanna verka. Hún er fallegri þegar maður horfir út úr henni en inn í hana.

En formaður arkitektafélagsins þarf ekki að hafa áhyggjur af Merði – hann er varla að gera annað en að segja almælt tíðindi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS