fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Dularfullu minnisblöðin, Geir snýst gegn Davíð

Egill Helgason
Þriðjudaginn 14. september 2010 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein helsta málsvörn Davíðs Oddssonar eftir hrun voru minnisblöð sem eiga að hafa verið samin eftir fund hans með erlendum bankamönnum í London. Hann kom meðal annars í Kastljós og veifaði þessum pappírum.

Nú segir Geir Haarde að fundurinn þar sem rætt var um vanda bankakerfisins, 7. febrúar 2008, eftir Lundúnaferð Davíðs, hafi alls ekki markað nein þátttaskil. Hann hafi ekki orðið var við að yfirmenn í Seðlabanka teldu að svo hefði verið. Geir segir að það sé með ólíkindum að gera þennan fund að aðalatriði.

Geir nefnir að ríkisstjórninni hafi ekki verið sent nein skrifleg úttekt á fundi Davíðs með bankamönnunum í London. Umrædd minnisblöð voru semsagt ekki í umferð þá, ekkert skriflegt segir Geir – og þá má velta fyrir sér hvenær þau voru skráð á endanlegt form og af hvaða tilefni, í hvaða tilgangi og fyrir augu hverra?

Geir talar einnig um að síðari tíma varnir seðlabankastjóra um að bankinn hafi haft uppi munnlegar viðvaranir dugi ekki, enda eigi bankinn að bregðast við með aðgerðum en ekki orðum.

8. maí 2008 sagði í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika að „íslenska fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS