fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Egill Helgason
Miðvikudaginn 25. ágúst 2010 22:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma á þessum áratug var nokkuð hávær umræða um aðskilnað ríkis og kirkju.

Ég man að þá settu kirkjunnar menn fram röksemdir sem ég skildi aldrei um að það væri þegar búið að skilja á milli með einhverjum hætti – nei, ég kann ekki að endurtaka þau rök vegna þess að ég botnaði ekki í þeim.

Þessi mál komust aðeins á dagskrá stjórnmálaflokkanna. Þá man ég að eini flokkurinn sem var hlynntur aðskilnaði var Frjálslyndi flokkurinn sem þá var undir forystu Sverris Hermannssonar.

Enginn annar flokkur hafði þetta á dagskrá sinni – það var reynt að koma tillögu um þetta í gegnum flokksþing hjá VG en þá gekk maður undir mann að afstýra því. Mig minnir að viðkvæðið hafi verið að þetta væri ungæðisháttur hjá yngra fólkinu í flokknum.

Nú er framundan stjórnlagaþing – og jú það eru býsna mörg mál sem þarf að ræða þar. Eitt er staða þjóðkirkjunnar. Líklega væri hreinlegast að hún missti þessa stöðu sína. Þetta segi ég ekki af neinni andúð í garð kirkjunnar, en það er tímaskekkja í samfélagi sem er sekúlaríserað eins og okkar að einn trúarhópur njóti slíkra fríðinda umfram aðra – og svo er hitt að það myndi líklega vera gott fyrir kirkjuna að losna úr þessu faðmlagi við ríkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu