Í frétt á vef Guardian segir að skoska olíufélagið Cairn Energy muni skýra frá því á morgun að það hafi fundið olíu undan Grænlands. Þetta er til marks um að kapphlaup er hafið til að nýta það sem eru jafnvel taldar síðustu stóru olíulindir heimsins, á Norðurheimskautasvæðinu. Það er mikill auður í húfi, en líka möguleikar á slysum og sóðaskap sem gætu spillt lífríki svæðisins. Og Grænlendingar gætu jafnvel verið orðnir olíuþjóð innan tíðar og þá kannski ekki lengur upp á Dani komnir.
Cairn hefur verið að leita að olíu undan vesturströnd Grænlands eins og sjá má á þessu korti.