fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Sigurður kemur heim

Egill Helgason
Fimmtudaginn 19. ágúst 2010 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason og Magnús Guðmundsson voru handteknir vegna Kaupþingsmála og sátu í gæsluvarðhaldi.

Nu kemur hinn eftirlýsti Sigurður Einarsson heim frjáls maður og fer væntanlega líka burt frjáls ferða sinna. Nema hann verði handtekinn eftir yfirheyrslur.

Það er ekkert víst að þess sé þörf, en þó er vitað að af þeim mönnum sem eru nefndir hér að ofan er Sigurður leiðtoginn – höfuðpaurinn.

Því verður varla trúað að saksóknari hafi gert sérstakan samning við Sigurð fyrir það eitt að fallast á að koma í yfirheyrslu.

Um heimildir til þessa segir í 5. grein laga um sérstakan saksóknara:

5. gr. Ríkissaksóknara er heimilt að ákveða, að uppfylltum skilyrðum
2. mgr. og að fenginni rökstuddri tillögu frá hinum sérstaka
saksóknara, að sá sem hefur frumkvæði að því að bjóða eða láta
lögreglu eða saksóknara í té upplýsingar eða gögn sæti ekki ákæru þótt
upplýsingarnar eða gögnin leiði líkur að broti hans sjálfs.
Skilyrði ákvörðunar skv. 1. mgr. eru að upplýsingar eða gögn tengist
broti sem fellur undir rannsóknar- og ákæruvald sérstaks saksóknara
samkvæmt lögum þessum og talið sé líklegt að þessar upplýsingar eða
gögn geti leitt til rannsóknar eða sönnunar á broti eða séu mikilvæg
viðbót við fyrirliggjandi sönnunargögn. Þá er það skilyrði fyrir
beitingu þessarar heimildar að rökstuddur grunur sé um að upplýsingar
eða gögn tengist alvarlegu broti, fyrirséð sé að sök þess sem lætur
slíkt í té sé mun minni en sök þess eða þeirra sem gögnin eða
upplýsingarnar beinast gegn og ástæða sé til að ætla að án þeirra muni
reynast torvelt að færa fram fullnægjandi sönnur fyrir broti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 klukkutíma
Sigurður kemur heim

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?