fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Sumarkvöld í Reykjavík

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. ágúst 2010 23:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér er frekar illa við það þegar fólk talar um að haustið sé komið í ágúst. Ég held þetta tengist verslunarmannahelginni, þegar hún er búin finnst sumum eins og sé haust.

Því þótt veðrið hafi breyst í Reykjavík er veturinn ennþá hátt í sex mánuðir.

Og sumarið ósköp stutt miðað við það sem gerist á suðlægari breiddargráðum.

Í ágúst fer að dimma, en þetta er sumarmánuður. Undanfarna daga hefur veðrið verið sérlega gott í bænum og kvöldin hafa verið mild og blíð.

Margt fólk á ferli í bænum og setið á útiveitingahúsum – þau eru í raun ein mesta nýjungin í Reykjavík. Þegar ég var að alast upp var aldrei setið fyrir utan veitingahús – fáum datt það í hug, og svo var það einfaldlega bannað. Eitthvað hefur þetta kannski með reykingabannið innandyra að gera – reykingafólk situr útivið í öllum veðrum.

Í kvöld var eitthvert fegursta sólarlag sem ég hef séð yfir Faxaflóa. Litadýrðin var ótrúleg – sérstaklega þessi purpurarauði litur sem kom á bæði himininn og hafið. Það var nefnt við mig að þetta gætu verið áhrif frá gosinu í vor, að það væru meiri litir vegna þess að ösku gætti enn í loftinu.

Um það veit ég ekki neitt.

Hér er málverk frá öðrum tíma, indæl mynd eftir Þórarin B. Þorláksson, einn fyrsta íslenska listmálarann. Það er málað 1904 og sýnir sumarkvöld við sundin í Reykjavík.

19f8329de4447129

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 klukkutíma
Sumarkvöld í Reykjavík

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?