fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Gunnar Tómasson: Spurningar um „erlend lán“

Egill Helgason
Miðvikudaginn 18. ágúst 2010 11:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Tómasson hagfræðingur sendi þessar línur:

— — —

Bréf bankastjóra og aðstoðarbankastjóra Seðlabanka Íslands til forsætisráðherra dags. 16. ágúst 2010 (Minnisblað um heimildir til verðtryggingar) varpar skýru ljósi á ákveðin lykilatriði sem áður voru óljós – og vekur upp spurningar um önnur

Erlend lán

„…Seðlabankinn hefur ávallt upplýst fjármálaráðuneytið um allt sem lýtur að erlendum lánamálum, enda heyra þau undir fjármálaráðuneytið.  Sams konar fyrirkomulag er varðandi framkvæmd laga og reglna um gjaldeyrismál sem heyra undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið.  […] Þetta fyrirkomulag byggir á áratugahefð og hefur verið viðhaft óháð því undir hvaða ráðuneyti Seðlabankinn heyrði hverju sinni,” segir m.a. í bréfinu.

Af þessu má ráða að Seðlabankinn hafi upplýst ráðuneytin um merkingu hugtaksins „erlend lán” sem sífellt tengist umsögnum stjórnvalda um ótvírætt bann laga nr. 38/2001 á gengisbindingu höfuðstóls krónulána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla – hugtaks sem fyrirfinnst ekki í texta laga nr. 38/2001. [1]

Undirritaður gerði ólögmæti gengisbindingar krónulána að umræðuefni í Kastljósi 8. september 2009.  Í viðtali 10. september vísaði viðskiptaráðherra slíkri gagnrýni á bug og sagði að „það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg.” Ef einhverjir teldu að svo væri ekki, bætti hann við, þá væri það hlutverk dómstóla að skera úr um málið.

Af ofanrituðu má ráða að viðskiptaráðherra vísi hér til þess að Seðlabanki Íslands „hafi gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg.” Þar sem hugtakið „erlend lán” er ekki að finna í lögum nr. 38/2001, þá hljóta merki um slíka túlkun að sjást í reglum um gjaldeyrismál settum af Seðlabanka Íslands.

[1] Hugtakið „erlend lán” er hvorki að finna í áliti lögmannsstofunnar LEX dags. 12. maí 2009 (Heimildir til verðtryggingar samkvæmt lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu) né í minnisblaði Sigríðar Logadóttur, lögfræðings Seðlabanka Íslands, dags. 18. maí 2009 um heimildir til gengistryggingar skv. sömu lögum.

Gjaldeyrisjöfnuður

Í 13. gr. seðlabankalaga nr. 36/2001 er Seðlabanka Íslands heimilað „að setja lánastofnunum reglur um gjaldeyrisjöfnuð. Í slíkum jöfnuði skal auk gengisbundinna eigna og skulda telja [ýmsa aðra liði] ”.  Hér skýtur hugtakið „erlend lán” upp kollinum í mynd „gengisbundinna eigna” – gengisbundinna krónulána – sem eru ólögmæt samkvæmt skýrum ákvæðum laga nr. 38/2001.

Í reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrisjöfnuð frá 4. júní 2008 segir m.a. í 2. gr. að til hans  „[skuli] telja eignir og skuldir […] sem eru í erlendum gjaldmiðli og liði í íslenskum krónum séu þeir með gengisviðmiðun.”  Í 4. gr. segir ennfremur að „Almennur gjaldeyrisjöfnuður skal hvorki vera jákvæður né neikvæður um meira en nemur 10% af eiginfjárgrunni.”

Í septemberlok 2008 var eiginfjárstaða bankanna um 1000 milljarðar en gjaldeyrisstaða þeirra án gengisbundinna krónulána var neikvæð um 2800 milljarða eða 280% af eiginfjárstöðunni skv. því sem undirritaður taldi mega lesa úr hagtölum Seðlabanka Íslands nokkru síðar. Vinnuplögg þaraðlútandi eru ekki tiltæk til endurskoðunar þannig að tölurnar eru settar fram með fyrirvara.

Um hitt verður ekki deilt að skilgreining Seðlabanka Íslands á „[lánum] í íslenskum krónum með gengisviðmiðun” sem „erlend lán” (a) hefur ekki við nein rök að styðjast; (b) samrýmist ekki ólögmæti gengisbindingar krónulána skv. lögum nr. 38/2001; og (c) gaf bönkunum grænt ljós til hömlulausrar skuldsetningar erlendis til að fjármagna gengistryggð krónulán innanlands.

Spurningar

Í ljósi þess sem hér er sagt um „erlend lánamál og framkvæmd laga og reglna um gjaldeyrismál” vakna m.a. eftirfarandi spurningar:

1. Styðst viðskiptaráðherra við ráðgjöf Seðlabanka Íslands varðandi þau „erlendu lán” sem hann telur valda réttarfarslegri óvissu um ótvírætt ólögmæti gengisbindingar krónulána?

2.  Vísaði viðskiptaráðherra til skoðana Seðlabanka Íslands og/eða Fjármálaeftirlitsins þegar hann sagði að „það hafi verið gengið út frá því til þessa að þessi erlendu lán hafi verið lögleg”?

3.  Hvaða stjórnvald ákvað að láta ólögmæti gengisbindingar krónulána liggja í þagnargildi við gerð uppgjörssamninga við kröfuhafa gömlu bankanna?

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?