fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
Eyjan

Endalausar ófarir Englendinga

Egill Helgason
Mánudaginn 28. júní 2010 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska sorppressan með The Sun í fararbroddi er sú mest forheimskandi í veröldinni. Hún er þjóðarmein í Englandi.

Fyrir HM voru þessi blöð full af upphrópunum um hið frábæra enska landslið sem myndi fara langt í heimsmeistarakeppninni og líklega sigra, nú væri stundin kominn.

Verst var þetta fyrir leikinn við Þjóðverja, en þá byrjaði pressan að ala á dæmigerðu útlendingahatri með tilvísunum í seinni heimstyrjöldina. Eins og Árni Snævarr bendir á í snjöllum pistli er eru sumir þýsku leikmennirnir fæddir kringum 1990 og þarna eru líka menn sem eru afrískum, tyrkneskum, pólskum og brasilískum uppruna.

Svo eftir tapið snýst sorppressan eins og hýenur gegn liðinu. Í dag gerir The Sun upp leikinn og kemst að því að einungis þrír af ensku leikmönnunum eigi heima í landsliði, það eru þeir Ashley Cole, Steven Gerrard og Wayne Rooney. Sá síðastnefndi var reyndar hræðilega lélegur, en blaðið fullyrðir að hann hafi mikla hæfileika.

En Englendingar hafa verið í þessari stöðu oft áður, að fara á stórmót fullir af væntingum, og koma svo heim með skottið milli lappanna. Hvernig var þetta aftur með leikmennina og konur þeirra – svokallaðar wags – á síðast heimsmeistaramóti?

Nú er aftur farið að heimta enskan þjálfara – er búið að gleyma Steve McClaren? – en það er varla rétta svarið heldur þarf bæði útlendan þjálfara og útlenda leikmenn eins og í ensku deildinni.

Þýska liðið var einfaldlega betra en hið enska í leiknum í gær. Englendingarnir voru þungir og silalegir, Þjóðverjarnir spiluðu bæði taktískt vel og af mikilli gleði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Starbucks í samstarf við Fastus

Starbucks í samstarf við Fastus
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK

Arnar ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel

Þorsteinn Pálsson skrifar: Frá Brjánslæk til Brussel
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn

Jón Gunnarsson fúll yfir að stjórnarliðar neiti að færa nefndarfund svo hann komist á fund um sjávarútveginn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Lögregla rúin trausti