Sjálfstæðisflokkur er með 28,8 prósent samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birtist í Mogga.
Samfylkingin með 16,6 prósent.
Vinstri grænir með 6,3 prósent.
Aðrir flokkar koma ekki manni að.
En Besti flokkurinn er með 43,1 prósent.
Þetta eru ótrúlegar tölur, þremur dögum fyrir kosningar. Algjört hrun gömlu flokkanna – og ríkisstjórnin fær hroðalega útreið.
Þriðjungur er óákveðinn í könnuninni – það er ansi mikið svo stuttu fyrir kosningar.