Það hefur mikið verið talað um að Samfylkingin hafi verið einhver sérstakur Baugsflokkur.
Þetta byggir á massívum áróðri sem smátt og smátt hefur síast inn í vitund landsmanna.
Staðreyndin er hins vegar sú að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn voru allir Baugsflokkar upp að einhverju marki.
Þeir voru flokkar sem afhentu völdin í landinu til ólígarka – ég finn eiginlega ekki betra orð en það.
Á móti greiddu ólígarkarnir stórar fjárhæðir til flokkanna og til einstakra flokksmanna.
Þeir fengu líka að lauga sig í dýrðinni sem fylgir peningavaldinu.
Þegar nú er upplýst um styrki til stjórnmálamanna kemur í ljós að Baugsfyrirtæki og FL-Group báru fé á Sjálfstæðismenn ekki síður en Samfylkingarfólk.