Ein af tillögunum í sparnaðaráætlun nýrrar ríkisstjórnar Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata er mjög vinsæl.
Guardian sagði frá henni undir fyrirsögninni: Sorry minister, you´ll have to take the tube.
Hugmyndin er að ráðherrar hafi í miklu minna mæli aðgang að opinberum bifreiðum og einkabílstjórum, þeim er sagt að líka sé hægt að nota almenningssamgöngur.
Einnig er kveðið á um að stjórnmálamenn og embættismenn hætti að ferðast á fyrsta farrými.