fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Veruleikafirring

Egill Helgason
Föstudaginn 21. maí 2010 21:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi sendi þetta bréf um reynslu sína af bankakerfinu:

— — —

Langar að senda þér eitt lítið dæmi um hvert þetta þjóðfélag er að stefna.
Svoleiðis er mál með vexti að við hjónin keyptum fjögra herbergja íbúð í
Kópavogi þann 23.11. 2007. Kaupverð var 35.500.000.- og samkvæmt
ráðleggingum þjónustufulltrúa og sérfræðingum Kbbanka tókum við lán í Yenum
að upphæð kr. 25.000.000.- afb. pr. mánuðm var 127.000.- sem var vel innann
þess ramma sem við réðum við. Eftir fall Íslands, þökk sé nokkrum ágætum
mönnum sem við berum báðir kennsl á, jukustu afborganir og vaxtagreiðslur
uppí tæp 400.000.- sem við notaben greiddum fyrst um sinn um von um
bjartari tíma eða þangað til veskið sagði stopp. Lánið fór í frystingu og
ekkert sá til sólar, þannig að við hættum að greiða af láninu af
skiljanlegum ástæðum. Nú í dag 2 árum seinna stendur höfuðstóll lánsins í
75.343.615.- verðmæti eignar ca 27.000.000.- 🙂 Nú er svo komið að við
vorum að fá innheimtuseðil frá lögfræðideild Arion banka, fáranlegt nafn,
með 2.106.981.- innheimtukostnaði???? Eru þessir menn veruleikafirrtir, ég
bara spyr. Í hvaða heimi lifa þessir menn sem stjórna þessu rekaldi hérna,
átti ekki að koma á móts við heimilin í landinu, hver græðir á þessum
gjörningi??’ Ekki við, tæplega bankinn, getur þú bent mér á hver hefur
hagnað af þessum aðgerðum?? Mitt svar er enginn og í því ljósi hlýtur að
vera krafa okkar og þúsunda íslendinga í sömu stöðu að þessi lán verði færð
aftur á par. Ég held að þetta dæmi sé ekkert einsdæmi og þessar aðgerðir
sem þessi kálfur í félagsmálaráðuneytinu er að kynna eru engan veginn
ásættanlegar í ljósi þess ástands sem hér ríkir og við algjörlega saklaus af.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu