Björgvin Valur er með ágæta pælingu á bloggi sínu.
Hann segir að Besti flokkurinn muni hræða gömlu flokkana þvílíkt að þeir muni alls ekki vilja efna til alþingiskosninga næstu árin.
Því nú sé raunveruleg hætta á að komi fram nýtt framboð sem gæti feykt þeim öllum burt. Tryggðin gagnvart flokkunum er afar hverful.
„Alþingismenn munu bindast tryggðarböndum um að sitja sem fastast og vona að Besti flokkurinn ráði ekki við að stjórna í Reykjavík,“ skrifar Björgvin.