fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Lítt uppörvandi viðbrögð stjórnmálamanna

Egill Helgason
Mánudaginn 12. apríl 2010 23:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur ekki verið uppörvandi að hlusta á viðbrögð stjórnmálamanna við skýrslu rannsóknarnefndar í dag. Kannski hefði verið best ef þeir hefðu þagað allir sem einn.

Steingrímur J. kenndi frjálshyggjunni um, hann var svosem nógu mælskur í ræðustól þingsins. En hann virtist ekki gera sér grein fyrir því að skýrslan felur í sér kröfu um algjör yfirhalningu á stjórnkerfinu. Til dæmis er gagnrýnt harðlega það fyrirkomulag að tveir formenn stjórnarflokka fari mestanpart með eiginleg völd í landinu milli sín, án þess að þessum stjórnarháttum sé búinn einhver rammi.

Sigmundur Davíð notaði tímann til að skamma núverandi ríkisstjórn og sagði að Framsóknarflokkurinn væri nýr og hreinn. Hann talaði líka um að það þyrfti að horfa til framtíðar – eins og þetta væri dagurinn til þess. Í morgun, fyrir birtingu skýrslunnar, var einhver á Facebook að segja að við þyrftum að vara okkur á fyrsta manninum sem talaði um að „horfa til framtíðar“.

Björgvin G. Sigurðsson sagði af sig formennsku í þingflokki Samfylkingar en sagði um leið að hann hefði endurnýjað umboð frá kjósendum. Það er frá því í kosningunum í apríl síðastliðinum, ári fyrir skýrslu. Björgvin lýsti því eitt sinn yfir, þá var hann enn viðskiptaráðherra, að hann teldi rétt að bíða niðurstöðu skýrslunnar – þá myndi hann athuga sinn gang í embætti.

Framlag Davíðs Oddssonar þegar hann fékk að andmæla því sem um hann segir í skýrslunni var að staðhæfa að tveir nefndarmanna væru vanhæfir. Þegar annað þrýtur er gripið til lagatækni, farið í manninn en ekki boltann.

Svo kom Geir Haarde í sjónvarpið og sagðist ekki bera ábyrgð á neinu, það væri ekki við stjórnvöld og eftirlitsstofnanir að sakast.. Hann hefði verið gabbaður. En hvílíkir stjórnmálamenn eru það sem eru kosnir til að fara með völd í litlu landi og láta svo plata sig ár út og ár inn – hvað segir það um getu þeirra, frammistöðu og hæfni?

Skýrslan virðist hins vegar vera algjört grundvallarrit, full af upplýsingum, stórum og smáum, ítarleg, yfirgripsmikil og vönduð. Þetta er líklega merkilegasta plagg í sögu lýðveldisins. Og lykilrit í uppbyggingu nýs og betra samfélags. Við ættum að taka okkur tíma til að skoða hana, ræða og lesa – án milligöngu stjórnmálamanna sem virðast hafa afar fátt af viti að leggja til málanna annað en sjálfhverft raus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi