Roger Boyes segir í bók sinni að Davíð Oddsson hafi operatic view of the world, hann sjái heiminn eins og óperu.
Lesandi síðunnar stakk upp á því að setja hrunið upp sem óperu, með Kristin Sigmundsson í hlutverki Davíðs, Garðar Cortes sem Jón Ásgeir og Diddú sem Ingibjörgu Sólrúnu.
Meðal hápunkta gæti verið Borgarnesarían, jú og svo verður afskaplega dramatískur kafli sem gerist á bolludag – hugsanlega með rödd Jóns Ásgeirs sem gellur utan sviðs – að ekki sé talað um atriðið þegar Davíð situr þegjand á fundi með Geir Haarde eins og Boyes greinir frá í bók sinni.
Hinn ágæti söngmaður Geir gæti jafnvel sungið sjálfan sig.