Í Chile var verið að grafa aftur leikhúsmanninn, gítarleikarann og söngvaskáldið Victor Jara. Hann var myrtur af hermönnum í valdaráni hersins 1973, hann var einn þeirra sem var lokaður inni á íþróttaleikvangi í Santiago, fingur hans voru brotnir og loks var hann skotinn með vélbyssu.
Útförin var gerð 3. desember að viðstöddu gífurlegu fjölmenni. Leikvangurinn sem varð svo víðfrægur á þessum tíma ber nú nafn hans, Estadio Victor Jara.
Victor Jara varð eitt helsta tákn baráttunnar gegn hinni illræmdu herforingjastjórn sem komst til valda fyrir tilstuðlan Bandaríkjastjórnar og CIA. Lög hans hljómuðu út um alla heimsbyggðina – það sem er hér að neðan er einna frægast, Ég man þig Amanda.
Fallegt lag.
[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=N6XmJSJAwwc&feature=related]