fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Hvítur tígur

Egill Helgason
Þriðjudaginn 8. desember 2009 07:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

White Tiger eftir Aravind Adiga er skáldsagan sem fékk Booker verðlaunin í fyrra. Hún er nú komin út í íslenskri þýðingu, nefnist Hvítur tígur.

Vinafólk mitt sem þekkir vel til á Indlandi skipaði mér að lesa hana, sagði að þarna kæmi fram sannleikurinn bak við glansmyndina sem segir að Indland sé á fleygiferð inn í tæknivæddan nútíma. Þetta er hörð, óvægin ádeila á indverskt samfélag.

Bókin fjallar um þær hundruðir milljóna sem njóta einskis af tækniframförunum, þá sem eru skildir eftir í „myrkrinu“ eins og höfundur bókarinnar kallar það. Þá sem lifa í kerfi þar sem landeigendur og lénsherrar ráða öllu, þar sem stéttaskiptingin er lögmál sem varla er hægt að hnika, þá sem trúa því jafnvel að þeir séu ekki fæddir til annars en að þjóna og skríða í duftinu.

Bókin er full af óþrifum, skít, óþef – mannvonsku og skeytingarleysi um þjáningar annarra.

Þetta er æsileg lesning, krassandi og kaldhæðin, og ágætt mótefni fyrir þá sem hafa rómantíska mynd af hinu dularfulla Indlandi eða þá sem trúa að það sé frábært lýðræðisríki.

Í bókinni fara kosningarnar þannig fram að landeigandinn safnar atkvæðum fátæklinganna og afhentir þau gerspilltum stjórnmálamönnum. Þeir verða sífellt gráðugari og herða tökin á landeigandanum sem á móti herðir tökin á öreigalýðnum sem er undir hann seldur.

Söguhetjan, Balram, er kannski samviskulaus þrjótur, en það er ekki hægt að hafa annað en samúð með viðleitni hans til að brjótast út úr þessum hryllingi, úr myrkrinu í ljósið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni