fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
Eyjan

Frjáls æska

Egill Helgason
Mánudaginn 16. nóvember 2009 10:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tískukonan Ásta Kristjánsdóttir segir frá því í viðtali við Nýtt líf að hún hafi verið send í æskulýðsbúðir í Austur-Þýskalandi þegar hún var barn.

Þetta var síður en svo einsdæmi, sjálfur þekki ég nokkuð af fólki sem fór í svona búðir – það voru börn fólks sem tengdist Alþýðubandalaginu, Sósíalistaflokknum og vinstri hreyfingunni.

Þetta var ekki neitt leyndarmál, en því var heldur ekki flaggað mikið. Það hefði getað valdið „misskilningi“.

Búðirnar voru reknar af hinni geysiöflugu æskulýðshreyfingu austur-þýska kommúnistaflokksins, Freie Deutsche Jugend. Þetta var ein lykilstofnunin í alþýðulýðveldinu, sjálfur Erich Honecker hafði verið formaður FDJ og síðar tók við því embætti Egon Krenz, sá sem var við völd í Austur-Þýskalandi þegar múrinn féll.

Hér er myndband sem lýsir starfi hinnar frjálsu þýsku æsku, þar má í upphafi sjá hárbreitta gagnrýni Walters Ulbricht á Bítlatónlist, og svo ýmsar myndir úr starfi bláskyrtanna (Blauhemd) eins og hreyfingin var stundum nefnd.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=h2mDW4xw8T8]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa

Nína Richter skrifar: Frelsi til að vera tussa
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn á aðeins einn kost í stöðunni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?

Hótel Saga: Hver ber ábyrgð á óráðsíunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum

Hótel Saga: Pólitísk hrossakaup – rándýrt menningarslys á Melunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Okkar loforð er að bæta hag heimilanna með því að lækka matvöruverð
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna

Sigmundur Ernir skrifar: Enn þá bíður fortíðin fjölda ungmenna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?