fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025

Stjörnuspá vikunnar – Hvaða starf hentar þínu stjörnumerki best?

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 28. júní 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gildir 26. júní – 2. júlí

stjornuspa

Hrútur
21. mars–19. apríl

Hrúturinn er fæddur leiðtogi! Hvort sem það eru fjármál, markþjálfun eða íþróttir, þá ertu svo sannarlega með orkuna og rétta viðhorfið til að hvetja fólk áfram. Þú átt auðvelt með að sjá heildarmyndina og ert skipulögð/lagður!

stjornuspa

Naut
20. apríl–20. maí

Nautið sækist eftir að hafa það notalegt og er einnig heimakært. Það myndi henta þér afar vel að vera rithöfundur, þú ert líka týpan sem finnst margt verra en að vera tímabundið á atvinnuleysisbótum, ég sagði tímabundið! Þú þráir rólegheit og tíma til að ná áttum.

stjornuspa

Tvíburar
21. maí–21. júní

Tvíburinn er með fleiri en einn persónuleika og því sjáum við þig best sem leikara, þar sem þú færð útrás fyrir að þykjast vera ekki þú sjálf/ur. Það skiptir þig máli að það sé smáleikur í þínu starfi og lífið sé ekki of alvarlegt. Þú myndir einnig sóma þér sem útvarpsstjarna eða leiðsögumaður.

stjornuspa

Krabbi
22. júní–22. júlí

Þú átt auðvelt með að halda ró þinni undir álagi og ert mjög yfirveguð/aður. Þú værir góður kennari, leiðbeinandi eða jafnvel sjúkraliði. Ef þú ert ekki leiðbeinandi í starfi þá færðu útrás fyrir því annars staðar í lífinu, því fátt gleður þig meira en að hjálpa fólki.

stjornuspa

Ljón
23. júlí–22. ágúst

Ljónið þarf oftast einhverja listræna útrás, hvort sem það er í hönnun eða tónlist. Ef ekki í starfi, þá sinnirðu listrænum áhugamálum. Stjórnmál gætu einnig heillað þig, þar sem þú nýtur þess að láta heyra í þér. Skapandi hugsun er fín til að leysa vandamál.

stjornuspa

Meyja
23. ágúst–22 .sept

Meyjan er fullkomnunarsinni og hefur gaman af því að drekka í sig upplýsingar og nota heilabúið. Ýmis þjónustustörf myndu henta þér, en einnig bókhald eða skurðlækningar.

stjornuspa

Vog
23. sept–22. okt

Það kemur ekki á óvart að það henti Voginni að vera lögfræðingur eða sálfræðingur. Þú ert metnaðarfull/ur og vilt sjá framför í þínu starfi, og ert alls ekki mikið fyrir stöðnun. Þér finnst mikilvægt að hafa hreint í kringum þig og vilt ekki drasl úti um allt, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt – eða bara venjulegt drasl!

stjornuspa

Sporðdreki
23. okt–21. nóv

Þú ert villta spilið svokallaða og er líklegust/astur til að vera ekki í hefðbundnu starfi. Sjálfskapað starf, þar sem þú færð að ráða og blanda saman hugmyndum, væri hentugt. Ef ekki, þá er mjög líklegt að þú sinnir meira en einu starfi. Þú myndir skalla stimpilklukku!

stjornuspa

Bogmaður
22. nóv–21. des

Þú ert mikill leiðtogi og átt auðvelt með að aðlagast aðstæðum og hvetja fólkið í kringum þig. Þú hefur gaman af ferðalögum, því væri ekki svo vitlaust að búa til starf í kringum það að ferðast.

stjornuspa

Steingeit
22. des–19. janúar

Steingeitin er góðhjörtuð og kemst óhjákvæmilega frá því að reyna að bjarga heiminum. Þú værir góður yfirmaður því þú værir vinur starfsmanna þinna. Þú hefur gaman að því að koma með nýjar hugmyndir og myndir njóta þín í nýsköpun og frumkvöðlastarfi.

stjornuspa

Vatnsberi
20. janúar–18. febrúar

Hér er svipað flæði og hjá Steingeitinni. Þú ert ekki líklegust/ astur til að þéna mest, en ef þú sinnir starfi þar sem þú getur látið gott af þér leiða þá mun það fylla líf þitt… Bara ekki af peningum.

stjornuspa

Fiskar
19. febrúar–20. mars

Fiskurinn er afar listrænn og til í alls konar skapandi störf. Þú ert góður hlustandi, því gætir þú mögulega sinnt einhverju starfi sem felst í að rækta sál og jörð. Garðyrkja á vel við þig og allt sem felur í sér að næra og horfa á lífið dafna. Þú værir góður jógakennari. V

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“

Allt á suðupunkti á bak við tjöldin á Íslandi – „Vinur minn talaði við mig. Þá fór ég að pæla“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“
Fókus
Fyrir 19 klukkutímum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“

Er þessi íslenska hefð að aftra okkur? – „Ef það hefði verið sagt við okkur fyrir einhverjum árum hefði fólki fundist það hljóma furðulega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Í gær

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
Pressan
Í gær

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.