fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025

Heidi Klum sökuð um fitusmánun í America‘s Got Talent – Ýtti á rauða hnappinn

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 14. júní 2020 09:43

Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtánda þáttaröð America’s Got Talent er í gangi og sitja Heidi Klum, Simon Cowell, Howie Mandel og Sofia Vergara við dómaraborðið.

Heidi Klum sætir nú harðri gagnrýni og er sökuð um „fitusmánun“ (e. fat-shaming). Ástæðan er áheyrnarprufa Amöndu LaCount, en Heidi Klum ýtti á rauða hnappinn í miðju dansatriði Amöndu.

Samkvæmt Showbiz CheatSheet er Amanda nítján ára atvinnudansari. Hún hefur komið fram í tónlistarmyndböndum hjá Lady Gaga og Katy Perry og er með yfir 200 þúsund fylgjendur á Instagram. Amanda hefur vakið mikla athygli, sérstaklega þegar kemur að líkamsímynd. Hún vill vera innblástur fyrir aðra dansara og stúlkur í „stærri stærð“ (e. plus-size).

https://www.instagram.com/p/CBJUPAChTkq/

Amanda sagði dómurunum að hún hefur oft fengið að heyra frá öðrum að hún sé „of stór til að dansa.“ Simon sagði að hún ætti að segja þeim að „halda kjafti.“ Amanda sagði að henni hefur verið strítt alla sína ævi fyrir að vera í yfirþyngd en þökk sér móður sinni þorir hún að elta drauma sína.

Síðan byrjaði Amanda að dansa og virtist vera að slá í gegn meðal dómara og áhorfenda. En þegar atriðið var hálfnað ýtti Heidi á rauða hnappinn. Hvorki áhorfendur né hinir dómararnir voru sammála og Amanda uppskar standandi lófaklapp þegar atriðinu lauk.

Heidi sagði að henni þætti þetta einfaldlega ekki vera „milljón dollara atriði.“ Áhorfendur voru ekki sammála og bauluðu á hana. Amanda komst áfram í næstu umferð eftir að hafa fengið „já“ frá Simon, Sofiu og Howie. Howie ætlaði fyrst að segja nei, en skipti um skoðun eftir að hafa fengið hvatningu frá áhorfendum.

Horfðu á áheyrnarprufuna hér að neðan.

Eftir að þátturinn fór í loftið hefur Heidi verið harðlega gagnrýnd á Twitter.

Ákvörðun Heidi hefur verið afar umdeild og eru margir sem hafa komið henni til varnar.

Svo eru það þeir sem skilja skoðun hennar en skilja ekki af hverju hún þurfti að ýta á rauða hnappinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar

Sorgleg kveðja frá ekkju Diogo Jota í tilefni af eins árs afmæli dóttur sinnar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn

Viðsnúningur í Saurbæjarprestkallsmálinu – Séra Kristinn mátti ekki reikna með að boð um nýtt embætti stæði enn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi

Jafnar sig eftir skilnaðinn á Íslandi
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú

Anna Linda minnist örlagastundar – Fimm ár liðin frá slysinu á Arnarnesbrú
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum

Fullyrt að Halldór sé að taka að sér starf í Vesturbænum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu

Segja brotið á rithöfundum í fjárlagafrumvarpinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.