fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Bleikt

Heimsfaraldurinn gerði henni ljóst að hún „þekkir Will ekki neitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. apríl 2020 19:00

Jada Pinkett Smith og Will Smith.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jada Pinkett Smith segir frá því hvernig heimsfaraldurinn vegna kórónuveirunnar hefur haft áhrif á hjónaband hennar og leikarans Will Smith.

Hún opnar sig í Facebook-þættinum Red Table Talk með dóttur sinni, Willow Smith, og móður, Adrienne Banfield Norris.

Málefni þáttarins var um sambönd á tímum kórónuveirunnar.

„Ég verð að vera hreinskilin. Ég held að eitt af því sem ég hef áttað mig á er að ég þekki Will ekki neitt,“ sagði hún um eiginmann sinn til 23 ára.

„Ég held að með tímanum fari samband þitt á það stig að þú býrð til sögur í huganum um makann þinn og þú hefur einhverja ákveðna hugmynd um hver makinn þinn er, en það er ekki rétt.“

Jada Pinkett Smith sagði að hún væri núna „að fara í gegnum ferlið að rekja upp þessar sögur og hugmyndir um Will“ svo hún getur virkilega skilið hver eiginmaður hennar er.

Hún sagði frá því hvernig parið væri að vinna í því að kynnast hvoru öðru upp á nýtt og reyna að byggja upp vináttu.

„Við erum að læra að vera vinir. Þú hefur einhverjar hugmyndir um hvernig sambönd eiga að vera, hvernig hjónaband á að vera. Will er að vinna í því að læra að elska sjálfan sig og ég er að læra að elska mig sjálfa,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Bleikt
Fyrir 3 dögum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum

Khloé Kardashian sögð vera óþekkjanleg á nýjum myndum
Bleikt
Fyrir 4 dögum

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel

Stjörnuspá vikunnar – Sjálfsvorkunn fer þér ekkert sérlega vel
Bleikt
Fyrir 1 viku

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“

„Einn strákur sagði öllum skólanum að ég væri eins og api“
Bleikt
Fyrir 1 viku

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri

Twilight stjarna látin aðeins þrítug að aldri
Bleikt
Fyrir 1 viku

Kylie Jenner ásökuð um að photosjoppa ökuskirteinið sitt – Sitt sýnist hverjum

Kylie Jenner ásökuð um að photosjoppa ökuskirteinið sitt – Sitt sýnist hverjum
Bleikt
Fyrir 1 viku

Læknar sögðu henni að sonur hennar væri grenjuskjóða en hún vissi betur

Læknar sögðu henni að sonur hennar væri grenjuskjóða en hún vissi betur

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.